Sumarnótt á Fróni

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Þorgrímur Starri

1.
Af sól á sumardegi þá sindrar sveitin öll,
er fuglar leika í lofti og ljóma slær á fjöll,
ég fagna góðum gesti og gleðst við komu hans,
svo spyr ég frétta af langri leið hins lúna ferðamanns.

2.
Mig ungan útþrá seiddi hinn aldni vinur kvað,
að eignast ævintýri, en aldrei fann ég það,
þó hafi ég afl og auðinn um óravegu sótt.
En heima á Fróni broshýr beið hin bjarta sumarnótt.